13.7.2007 | 11:04
Er nema von að maður sé bæði fordómafullur og skemmdur?
Loksins, loksins kom skýringin á þessu öllu saman. Ég las Tinna. Ég las Tinna oft og mikið
. Áður en ég lærði að lesa, skoðaði ég Tinnabækur spjaldanna á milli. Ég las Tinna heima. Ég las Tinna í sveitinni. Ég las Tinna í skólanum. Tinni var......... nje, leyfi mér að segja ER ein af mínum upphaldspersónum á bók. Hann og Pollýanna
. Kolbein kaftein nota ég enn þegar ég þarf að tvinna saman blótsyrðum. Sem gerist auðvitað bara örsjaldan því Pollýanna verður svo sár. Skafti
og Skapti
eru óvéfengjanlegir snillingar í mínum huga. Og óperusöngkonan, Veinólína Vælan
eða eitthvað í þá veruna, hún býr líka í mér.
En nú get ég semsagt hætt að borga sálfræðingnum fyrir að finna hvað það var sem olli því að ég er eins og ég er.
Jamm, það var Tinni!!!
![]() |
Tinni fjarlægður úr barnabókahillum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.